Stútaði tómatsósuflöskunni minni á gólfinu í eldhúsinu hér í vinnunni í hádeginu. Sem betur fer var hún úr plasti. Í síðustu viku drap ég heilan líter af kókómjólk á sama hátt á sama stað. Þessir hlutir hafa hreinlega hoppað út úr höndunum á mér þegar ég tek þá út úr ísskápnum. Lent á gólfinu og sprungið með tilheyrandi klessugangi. Soldið skondið að gera þetta vikulega.
Annars var leiðbeinandinn bara hress þegar ég rakst á hann í dag. Allt í einu voðalega mikið til í að svara alls konar spurningum. Um að gera að nýta það vel.
Helgin leið með matarboði á föstudaginn, fótbolta og bíói á laugardaginn og afmæli á sunnudaginn. Ekki leiðinlegt. Hér var gott veður um helgina en er aftur orðið soldið kalt í dag. Samt sól. Í heiði og haus.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli