föstudagur, apríl 01, 2005

Gleði

Fundaði með leiðbeinendunum í morgun og var svo stressuð að ég gat ekki sofnað í nótt. Loks er kominn meiri skriður á verkefnið, komin með eiginlega allt dótið sem mig vantar til að byggja stykkið sem ég ætla að skanna. Og ég er hætt að vera fýlupúki. Nú vantar mig bara til að festa vírinn á og svo eitthvað lím og lakk, já, já.

Var alveg að sofna ofan í borgarann sem ég át með Össalingnum í hádeginu. Um þrjúleytið var svo hugguleg bjórdrykkja á bókasafni stofnunarinnar og ekki varð ég meira vakandi af því. Samt ágætt. Ætla nú að skella mér í bæinn í sólskininu, föstudagur og gleði í loftinu!

Engin ummæli: