Á Íslandi át ég majónes í öll mál. Enda veislur út í eitt. Sextugsafmæli, fermingarveisla og tveggja ára afmæli. Laugardag, sunnudag og mánudag. Snittur, brauðtertur og salöt. Morgunmaturinn var oftast flatkaka með rækjusalati og/eða ristað brauð með túnfisskssalati.
Sigurlaug mætti í Popppunkt á föstudagskvöldinu og við kepptum við Eysó, Þráin og Rakel Evu. Við Sigurlaug unnum, en mjótt var á mununum og vildi heimilsfaðirinn ólmur fá "rematch" þar sem hann hefur keppt í sérfræðingaliðinu í sjálfum þáttunum og hvaðeina. Andstæðingarnir gleymdu að vísu að fá 2-3 stig einhvern tímann, en munurinn var nú meiri en það. Spennandi að sjá hvað gerist í næsta Poppunkti...
Gaman að kíkja á Lilju frænku í sextugsafmælinu. Hún dansaði af svo miklum krafti í stofunni heima hjá sér um nóttina að hún handleggsbrotnaði! Þá var ég löngu farin heim og sofnuð yfir sjónvarpinu. Þreytt og þurfti að safna kröftum fyrir fermingarveisluna. Unglingurinn hún Andrea systir var svarthærð og rauðklædd á fermingardaginn. Og með mikla svarta augnmálningu. Það leist mér vel á. Við Eysó og Rakel Eva komum seint í kirkjuna og sátum aftast. Alltaf þegar presturinn sagði dauði hvíslaði ég "Dauuuuðiii" til Eysó. Guðspjall dagsins var líka einstaklega viðbjóðslegt. Eitthvað um hvað Pétur eða Páll ætti að þjást í ellinni og þjóna þannig guði sínum. Dauuuðiiii.
Djöfladóttir varð svo tveggja ára á mánudeginum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli