mánudagur, september 05, 2005
Fimm-fimm fyrir mér
Laugardagskvöldið endaði óvænt í skemmtilegu partýi. Hafði hjólað niður í bæ til að heyra Moi Caprice syngja "You blush, my girl, you blush. Aaaa." Mér fannst þeir hins vegar ekki nógu áheyrilegir til að ég nennti að bíða eftir laginu og fór því í heimsókn til Krissu. Þar höfðu menn verið að horfa á landsleikinn. Kvöldið leið áfram með leikjum, drykkju, stuði og dansi. Endað á barnum, þar sem ég var með eindæmum hress og vinaleg. Gólaði hástöfum við Depenche Mode og Bítlana og náði þeim áfanga að tala við ókunnugan mann sem sagðist vera elsti pönkari í Árósum. Hafði ég engan áhuga á honum fyrir utan það og hjólaði ein heim rétt fyrir fimm. Svaf til fimm daginn eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli