fimmtudagur, september 08, 2005

Pönk familie

Vei! Fékk Rass, Kimono og íslenskt nammi í afmælisgjöf frá fullorðnu systkinum mínum og fjölskyldum þeirra. Alveg gaman að fá Rass! Sá þá síðast á Innipúkanum í fyrra og þá var langt síðan ég hafði séð þá síðast. Blökkumannakvartett þessi spilaði einu sinni á Rósenberg með Fallegu gulrótinni og á fleiri stöðum sá ég þá spila. Það var því gaman að heyra slagara eins og Man from Uncles og 5678 aftur. Pönk familie er annað lag sem var svo fyndið að ég hló upphátt þegar ég heyrði það fyrst. Kárahnúkar og kvótalagið líka. Skemmtilegt pönk.

Hafði óskað mér Arctic Death Ship með Kimono í afmælisgjöf og varð ekki fyrir vonbrigðum.

En nú ætla ég að hlusta á meiri Rass: "Jeg har en familie. Det er en pönk familie. Pönk-pönk, pönk-pönk, pönk familie! "

Engin ummæli: