Þetta var lagið sem Krissa hóf söng á um það leyti sem við keyrðum af stað til Langelands. Var bílstjóri alla leiðina, mér finnst SVO gaman að keyra! Keyrðum til Svendborg, þar sem við stoppuðum í skrítinni nýlenduvöruverslun, þar sem hægt var að kaupa ýmislegt, bæði lagkage og klámdvd. Ég keypti mér smørrebrød og keyrslan hélt áfram til nyrsta odda Langelands. Það var bara kasettutæki í bílnum, svo við hlustuðum á eitthvað af gömlum spólunum mínum, meðal annars Hum of Life með Dog Faced Hermans. Þá var nú gleði.
Þegar við fundum loks húsið biðu kavosingar fyrir utan það, Kristján með kyndil í hönd. Við tóku skemmtiatriði og spjall.
Eyddum mestum hluta á ströndinni daginn eftir, þar sem Rauðu tossarnir öttu meðal annars kappi við Kung fu skálmarnar í kubbi. Við Dísa, Stefán og Krissa elduðum kvöldmat; naut og túnfisk á grilli, alls konar grillað grænmeti og salöt. Var það vel ætur matur. Kvöldið leið með spillum og drykkju. Sumir drukku svo stíft að þeir lympuðust niður á næsta mjúka fleti og sváfu þar til morguns. Ég var hins vegar hófsöm í þjórinu, enda vildi ég vera nógu hress til að keyra daginn eftir.
Skilst mér að Kavosingar hafi yfirleitt einhvern grip heim til minja um ferðina og í þetta sinn voru regnhlífar keyptar. Rakst á þær í dótadeild Dagli Brugsens í Lohals. Er ég mjög ánægð með bleiku kisuregnhlífina mína. Hér má sjá mynd af nýstofnuðum regnhlífasamtökum. Skemmtilegt og gaman að vera gestur í Kavosferð! Var í þvílíku stuði og söng stóran hluta af heimleiðinni með þynnkusjúklingnum góða.

Engin ummæli:
Skrifa ummæli