föstudagur, september 23, 2005

Styttist í Langeland

Úti skín sólin og vindurinn blæs. Ég sit hálfeirðarlaus við tölvuna og hlakka bara til að leggja af stað í ferðalagið á eftir.
Er að fara til Langelands með Krissu, Dísu og Stefáni. Þar munum við hitta Stjána, Stellu, Dodda, Védísi og börn. Var ég svo heppin að fá að koma með í Kavos-hittinginn þetta árið.

Fundur með leiðbeinandanum áðan. Enginn hryllingur. Ég hef stundum ekki getað sofið af stressi fyrir þessa fundi. En núna er þetta farið að venjast og ég steinsofnaði í gærkvöldi eftir að horfa á Montalbano í sjónvarpinu. Einkar hressandi sjónvarpsefni og gott mótvægi við allt bandaríska ruslið og raunveruleikasjónvarpsþættina.

Engin ummæli: