föstudagur, september 02, 2005

Skelki skotin

Hjólaði heim í þrumuveðrinu í nótt og hef sjaldan verið svona skelkuð.
Þrumurnar komu að vísu langt á eftir eldingunum, sem lýstu upp hálfan himininn.
Þótt þær hafi verið langt í burtu var þetta samt ekki eitthvað sem ég endurtek á næstunni.
Hjólhestinum hef ég lagt í bili, þar sem hann er eitthvað slappur og framdekkið tuðrulegt.

Engin ummæli: