mánudagur, september 19, 2005

Sam

Þá er Sigurlaug komin í heimsókn hér til Árósa. Við Sandra Sif tókum á móti henni á lestarstöðinni á laugardaginn.
Búið að vera mjög gaman. Saméti, samdrykkja og samkjöftun. Kíktum á einkar fínan bar niður í bæ, Kastenskiold. Flottast hannaði staður sem ég hef séð hér í bæ. Verst að tónlistin varð ansi tussuleg þegar líða tók á kvöldið. Því var reddað með stuttri ferð á rokkbarinn og svo heim í síðasta strætó. Þar var ég í svo miklu stuði að ég sat lengi við lestur og hlustaði á nýja diskinn með Sigur Rós, sem Sigurlaug gaf mér í afmælisgjöf. Endalaust heppin!

Á sunnudeginum fórum við í brunch niðri í bæ, svo á Aros. Þar er ansi skemmtileg sýning í tilefni af ári H.C. Andersen. Hef ekki séð svona áhugaverða stóra sýningu síðan ég var í New York fyrir mörgum árum. Gaman. Eftir safnið fórum við í bíltúr til Ebeltoft á nýju drossíunni þeirra Söndru og Bjarka. Vorum þar á kvöldgöngu í stutta stund.

Engin ummæli: