föstudagur, september 16, 2005
Umburðarlyndi
Einu sinni, í mjög stuttan tíma, þoldi ég ekki Morrissey. Ég var ellefu ára og fannst gólið í manninum vera alveg óþolandi. Ekki leið á löngu þangað til það breyttist og síðan hef ég gólað með við hvert tækifæri. Þetta sama gerist stundum með sumt annað. Til dæmis Anthony and the Johnsons, sem ég núna að taka í sátt eftir að hafa heyrt mikið á netútvarpinu. Hvað ætli líði langur tími þangað til ég fer að þola Celine Dion? Nei! Viðbjóðshrollur sækir að mér við tilhugsunina. Svo umburðarlynd er ég nú ekki og vona að ég verði aldrei.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli