mánudagur, september 27, 2004

Íbúðin

Fór með fyrsta hollið af dóti í nýju íbúðina í dag. Þar er fullt af húsgögnum, svo ég verð að vega og meta hvað ég get tekið með mér. Er ekkert allt of æst í að henda hlutum eða selja, það tekur mig yfirleitt óratíma að finna nýja sem mig langar í. Nú ætla ég að skreppa og gera hreint, athuga hvort ég rekst á mánudagskonuna. Það er nefnilega einhver kona sem gistir í litlu herbergi inn af eldhúsinu aðfaranótt hvers þriðjudags. Kona sú vinnur við rannsóknir og þarf vegna þess að vera hér í bænum einu sinni í viku.

Svo ætla ég að lofta út, það er nefnilega einhver æjúrvedísk lykt þarna í íbúðinni sem mig klæjar og svíður í augun af. Stefni á að sofa fyrstu nóttina á nýja staðnum í kvöld.

Engin ummæli: