fimmtudagur, september 16, 2004

Tölfrædi, hampur og Dæmonen

Vid vorum alveg grídarlega skilvirk í dæmahópnum mínum í tölfrædi í dag. Sem betur fer hafdi einn bekkjarfélagi minn farid í annan hóp og bara áhugasamir einstaklingar eftir. Okkur gekk einstaklega vel ad leysa verkefnin og ég settist fyrir framan lyklabordid til ad slá inn, svo ég mundi nú örugglega sjá hvad væri ad gerast. Sídast sat ég aftast og vid vorum fimm og ég sá ekkert á skerminn.

Á föstudagskvöld út ad borda med Aygen og Söndru Sif á grískan veitingastad, thar sem djúpsteiktur matur med sítrónusafa vakti blendin vidbrögd. Ég vard ekki eins fúl yfir matnum og sumir, en hefdi alveg verid til í ad borda heldur kebab og borga thridjung af verdinu. Eftir matinn vildu stelpurnar endilega fara á Englinn ad borda súkkuladiköku. Thegar thangad var komid var hún búin og stelpurnar fengu sér karamelluís í stadinn, sem var svo girnilegur ad ég stódst ekki mátid og fékk mér líka.

Hafdi verid bodid á sídustu stundu í afmælis "tam tam" hjá Ulrick, en var thá komin út ad borda. Hann sendi mér svo sms og sagdi ad honum finndist virkilega ad ég ætti ad koma og dansa med theim og ég gat ekki neitad thví og fór eftir ad tvær skólasystur Aygen og Söndru Sifjar höfdu bæst í hópinn og umræduefnid ordid alllitad af námi theirra.

Hitti Ulrick og allt gengid á Social Club, thar sem ókeypis bjór var thambadur til midnættis og dansspor tekin vid vinsældatónlist. Alltaf gaman ad láta eins og vitleysingur á Social Club med Ulrick. Eini stadurinn sem mér finnst í lagi ad ég sé med brjóstin út um allt, enda er thad lenska á skemmtistad thessum.

Á laugardagsmorgni vaknadi ég snemma, en var samt frekar hæggeng eftir djammid. Kom mér í lest til Kaupmannahafnar um hádegisbil og hitti Halldór, Írisi og Thurídi Ernu á brautarstödinni. Flæktumst um bæinn í ágætu vedri, endudum í Kristjaníu thar sem ég thurfti ad lána Dóra hundrad kall fyrir ljósbrúnum hampi*.

Daginn eftir vorum vid mestallan tíman í Tívolí. Thangad hafdi ég aldrei komid ádur og gaman ad prófa Dæmonen, nýja rússíbanann. Vesalings Dóri var alveg skjálfandi heillengi á eftir. Ég vard líka hrædd, sérstaklega í frjálsa fallinu, en thad var gaman. Eftir Tívolí strunsudum vid út á Nørreport og hittum Krissu og Sigrúnu vinkonu hennar á skemmtilegum bar vid Nansensgade, thar sem undarlegar fígúrur med uppstoppada rebba-, ísbjarnar- og geitahausa skreyttu stadinn. Lamparnir úr afskornu dúkkuhöfdunum voru líka skemmtilegir.

Rétt nádi ad koma fimm mínútum of seint í tíma eftir hádegi á mánudeginum. Thar voru sérverkefni í einu valfaginu kynnt. Lítur út fyrir ad vid séum tvö sem höfum áhuga á thví sama og kannski madur thurfi ad slást adeins, thad verdur spennandi...

*Í formi stuttermabols

Engin ummæli: