fimmtudagur, september 23, 2004

Rólegheit og tímavillingurinn

Keypti diskinn med Claus Hempler í byrjun vikunnar. Thetta er frábær rólegheitadiskur sem ég heyrdi fyrst heima hjá Marie sídasta vetur. Vídeó med einu laginu var sýnt nokkrum sinnum í sjónvarpinu á Íslandi í sumar, hálfnaktar danskar kellur med tonn af meiki í andlitinu inni á hótelherbergi med Hempler kallinum, sem mér finnst nú alveg ná ad slá thær allar út med sjúskudum sjarma og glampa í augum. Búin ad kaupa mida á tónleika sem hann heldur hér í Århus á morgun, ætla væntanlega thangad med Marie og Ole, kærastanum hennar.

Í seinni tímanum í dag, sem mér tókst líka ad mæta seint í (mætti audvitad of seint í fyrsta tímann) fóru tveir skondnir bekkjarbrædur ad bögga mig vegna thessa sífellda seinagangs og spurdu mig hvert leyndarmálid væri eiginlega. Fátt vard um svör og ad sídustu heimtudu their ad fá úrid mitt og böksudu vid ad stilla thad einhverjum mínútum á undan. Ekki gekk theim vel ad ná taki á stillitakkanum í fyrstu og their tuldrudu eitthvad um "lava", ha, ha. Fyndnir strákar, en ég held ég verdi samt sem ádur jafn mikill tímavillingur.

Engin ummæli: