fimmtudagur, september 09, 2004

Marta alveg farin

Lokakvedjupartý hjá Mörtu á Kirkjugardsvegi í gær. Strákarnir sem hún bjó med eldudu handa okkur hrísgrjón, ragú og vel steiktan fisk. Eplagrautur og afgangur af ostakökunni í eftirrétt. Eftir matinn komu nokkrir krakkar í vidbót. Ulrick var í næstum thví alveg eins peysu og ég, stórthverröndóttri svartri og hvítri. Peysan hans var med kraga en mín med v-hálsmáli. Svo vorum vid med alveg eins túrkísblá Unicef lyklabönd og vorum vid köllud tvíburarnir eftir thessa skondnu tilviljun. Ulrick er stórskemmtilegur hommavinur Mörtu og á afmæli einum degi á eftir mér.

Fór heim um midnætti og vaknadi ekkert svo fersk í tíma klukkan átta, sem var hálfgerd tímaeydsla ad fara í. Næsti tími var skárri. Dagurinn endadi svo í tölfrædidæmatíma thar sem vid vorum ordin frekar steikt í höfdinu undir lokin, um fjögurleytid.

Engin ummæli: