Orð dagsins er án efa ludomani. Sá frétt um það fyrirbæri í blaðinu í dag. Ludomani þýðir spilafíkn, bókstaflega að menn séu brjálaðir í lúdó. Á fundinum með leiðbeinendum mínum áðan barst ludomani einnig í tal. Rannsóknir hefdu sýnt ad ákveðið svæði í heilanum væri ónýtt hjá spilafíklum.
Annars gekk bara vel á fundinum og leiðbeinendurnir hinir vinalegustu. Fæ skrifborð og hvaðeina. Er sem sagt að fara að gera verkefni um hvernig maður getur mælt hin veiku segulsvið, eða fasabreytingar í þeim, sem myndast við taugaboð í heilanum. Byrjunin er að fara í gegnum fræðilegt líkön og þá er nú gott að ég keypti Jackson hér um árið.
Þeir spurðu mig svo í lokin um ð. Þeim fannst það vera alveg eins og ∂ ⁄ 2π! Vildu vita hvernig maður skrifar það á venjulegu lyklaborði. Ég sagðist bara skipta yfir í íslenskt lyklaborð og það fannst þeim soldið svindl. Það héti hins vegar "eth" í HTML og þessa færslu hef ég einmitt skrifað í gamni með HTML kóða í stað íslenskra stafa.
Ýmis tákn og bókstafir í HTML
Engin ummæli:
Skrifa ummæli