laugardagur, október 23, 2004

Slatti af hómóerótík

Bladid kom alla leid inn um lúguna í morgun, thannig ad ég thurfti ekki ad labba nidur fjórar hædir og upp aftur til ad ná í thad. Gód byrjun á ágætum degi. Var samt ekki allt of morgunhress. Tveir St-Feuillien Cuvée de Noël (9% alc. vol.) úr krana alveg meira en nóg fyrir mig thessa dagana.

Fór í bíó med Söndru Sif og Bjarka ad sjá La Mala Education í gær. Fékk gæsahúd allavega fjórum sinnum, flott mynd. Ég elska Almódóvarmyndir. Mæli med thessari fyrir alla sem finnst ekki leidinlegt ad sjá karlmenn í kjólum og thola slatta af hómóerótík.

Eftir bíóid skruppum vid á barinn og ég drakk thetta belgíska jólaöl. Dökkt og sætt.

Var ad koma úr löngum göngutúr. Fór út á höfn og gekk med fram jadri Riis skov, alveg út ad Den Permanente, svo upp til Marienlund og í gegnum Trjøborg hingad á Viktor(bókasafnid), thar sem ég hitti hressa krakka eins og svo oft.

Heim í hamborgarahygge. Ætla ad vera einverupúkinn í kvöld.

Engin ummæli: