þriðjudagur, október 05, 2004

Ekkert skiptir máli

Hitti mánudagskonuna í morgun. Hún heitir Eva og er, held ég, norsk. Lektor í Forskningsanalyse hér vid háskólann. Afskaplega vel til höfd og ég sá í hvad thessi klukkutími á klósettinu hafdi farid. Virdist ágæt. Ég dundadi mér eitthvad og fór í sturtu, hljóp svo út med hárid blautt og allt í flækju. Kom seint í tímann. Er í svona "ekkert skiptir máli" skapi í dag. Ekki gott.

Í gær var hins vegar gaman og thrátt fyrir nokkurn pirring í byrjun gekk thetta ágætlega thegar verkfrædingurinn var búinn ad taka vid vasareikninum af íthróttafrædingnum og gat reiknad thad sem ég sagdi honum. Mooaahaa. Var sem sagt ad gera tilraun uppi á spítala med nokkrum bekkjarfélögum. Mæla vökva í tilraunaglösum med 7 Tesla skannanum (lítill, adallega fyrir smá nagdýr og tilraunaglös). Mér finnst ég verda alveg vodalega frek og pirrud á sumum bekkjarfélögum thegar vid eigum ad vinna eitthvad saman. Sumir leggja ekkert til málanna og adrir tefja fyrir med thví ad skilja ekki einföldustu atridi. Ég hins vegar nenni aldrei ad læra, thannig ad ég veit svo sem lítid, en ég get reiknad.

Helgin fór í hausverk, bjór med Söndru Sif á Smagløs, Lost in Translation á DVD (gód mynd og aukaefnid líka skemmtilegt), partý hjá Kasper thar sem vid söknudum Krissu og ad pakka dóti á gamla stadnum. Einhver gaur kom ad skoda herbergid í gær og honum leist bara vel á thad. Thetta er allt ad koma.

Engin ummæli: