mánudagur, október 25, 2004
Sambandið
Tengdi "sjónvarpið" á nýja staðnum um helgina. Nýja sjónvarpið samanstendur af tjúner sem ég keypti í Nettó á 400 kall og flata tölvuskjánum mínum. Þarf ekki einu sinni að tengja við tölvuna til að fá mynd á skjáinn. Eitthvað er sambandið þó lélegt, því ég næ bara TV2, TV danmark og DR1 og öllum illa nema TV2. Sárvantar DR2. Konan sem á íbúðina var ekki búin að horfa á sjónvarp í áratugi og ég þurfti að skipta um tengil á loftnetssnúrunni. Skoða hvort að það sé nógu vel gert, eða hvort það sé bara loftnetið. Allir eru með kabal þarna í húsinu og enginn notar loftnetið lengur. Annars var ég að fá tölvupóst frá konunni sem ég leigi hjá. Hún er nýkomin úr ferðalagi til Tíbet, þar sem hún gisti mest í tjaldi, kát og hress. Kúl kona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli