fimmtudagur, október 07, 2004

ranksum snoring, by(Heart)

Næstsídasti dæmatíminn í tölfrædi búinn. Titill færslunnar var einmitt ein setning sem vid skrifudum í forritid til ad reikna út hvort fylgni væri milli thess hve menn hrytu mikid og hvort their væru med hjartasjúkdóm. Thad reyndist svo vera samkvæmt thessum gögnum. Ég var búin ad segja Aygen ad ég kæmi um hálftíma seinna thví ég væri ad fara til læknis í hádeginu. Thegar ég kom upp í skóla, var hún á leidinni heim, fúl í bragdi. Hinir tveir höfdu thá ekki mætt og ad auki hafdi hún misskilid mig og hélt ad ég ætladi ad fara hálftíma fyrr, en ekki koma hálftíma seinna. Mér tókst ad plata hana aftur í hópvinnuherbergid og vid tókum ad vinna verkefnin. Eitthvad gekk okkur brösuglega í fyrstu og kennararnir pirrudu Aygen vodalega mikid med hrokafullri framkomu. Hún var alveg ad fá kast, thví ad sídast heyrdi hún thær baktala nemendurna vodalega og fékk thá líka vænan skerf af thessum leidindum. Mér var hins vegar alveg sama, ef kellurnar vilja vera leidinlegar er thad bara theirra vandamál. Fannst skondid hvad hvad Aygen vard saltvond. Ég skil líka alveg hvad madur getur verid pirradur á bjánalegum spurningum. Kennararnir skánudu thegar lída tók á daginn og Aygen slakadi á. Okkur tókst ad klára allt nema sídasta lidinn í sjöttu æfingu, thá var klukkan ordin of margt, Aygen daudthreytt og ég ordin ofvirk af kaffidrykkju.

Loksins er ad koma skridur á sérverkefnismálin. Skrifadi einum kalli í morgun, sem mér hefur gengid hálfilla ad tala vid hingad til. Hann virtist frekar jákvædur og skrifadi "det lyder spændende". Thá er bara ad setjast á rassinn, núna, og lesa fleiri greinar.

Engin ummæli: