föstudagur, júní 04, 2004

Armband og afmæli Andrésar

Keypti mér áðan blátt armband úr pappír fyrir marga peninga. Armband þetta er gætt þeim eiginleikum að í dag og á morgun kemst ég inn á fullt af tónleikum með því að veifa handleggnum. Spot 10 tónlistarhátiðin er hafin og ég bara stóðst ekki mátið, þar sem mér gekk svo vel að lesa áðan og fékk leyfi til að byrja í praktík inni á næstu deild eftir próf númer tvö, sem er á fimmtudaginn. Hlakka til að heyra skemmtilega tónlist!

Niðri í bæ iðaði allt af lífi og afmælisbarn dagsins, Andrés Önd, var heiðraður með sjötíu metra köku á sjötugsafmælinu. Einhver verslunargeðveikishátíð í gangi í bænum, söluborð út um allt og búðir opnar til miðnættis. Djöfull ætla ég ekki að kaupa neitt!

Engin ummæli: