Er búin að vera heima með Svarta dauða síðan á fimmtudaginn. Þorði fyrst út í dag, er enn með voðalegan hausverk og endalaust mikið hor. Held ég sé með sýkingu í kinnholunum. Fór semsagt ekki í prófið sem ég átti að fara í á fimmtudaginn og var mjög leið yfir því. Kemur í ljós síðar hvenær ég fæ að taka sjúkrapróf í því.
Gat heldur ekkert mætt á spítalann í síðustu viku, þannig að ég þarf að vinna þá tíma upp einhvern veginn líka. Annars er ég bara að verða smeyk við Glenn, hann er orðinn svo brjálaður. Vaknaði í nótt við að hann kom heim af djamminu, skellti hurðinni hjá sér margoft og sparkaði í vegginn. Líst ekkert á blikuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli