
Ekki leiðinlegt að sjá múm á tónleikum. Var svo aðeins of lengi úti að kjafta við fólkið sem ég var með og sötra bjór í sumarnóttinni. Upp úr miðnætti var svo brjáluð flugeldasýning. Var svo þreytt þegar ég var að labba heim að ég gat varla talað, en var samt að reyna að halda uppi samræðum við vin hennar Krissu, sem ég var samferða áleiðis heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli