miðvikudagur, júní 02, 2004

Vo

Alias byrjaði ekki fyrr en upp úr miðnætti í gær og því vakti ég fram eftir síðustu nótt. Á undan horfði ég á heimildarmynd um sitjanda (All Access: Booty Call) á VH1 og aðra um pakistana sem nota loðnar skilgreiningar á heiðri og trúarbókstafi ólæsra klerka til að réttlæta að þeir myrði konur (ekki á VH1). Seinna, í 60 mínútum, var Christiane Amanpour með pistil um svipaða hluti í gettóum Parísar og baráttu fólks gegn þessu.

Tókst á undraverðan hátt að koma mér á fætur og út á tæplega tuttugu mínútum og var komin vel tímanlega á spítalann í morgun. Var eiginlega allan tímann að fylgjast með aðgerð, þar sem um fimmtán sentimetra æðakölkun var fjarlægð úr iliaca communis og externa. Hafði myndast þar á sjö árum, tíu vindlar á dag og aldur yfir miðju hafa eflaust haft sitt að segja.

Var fram yfir hádegi og því orðin hrikalega svöng þegar ég kom við í Nettó á leiðinni á bókasafnið. Gerði stórinnkaup á gulrótum, áleggi og fleiru og tróð öllu saman í rosalega flotta þriggja hólfa silfurlita kælitösku sem ég keypti líka. Kælitöskunni má renna sundur í þrjá hluta, hvern með sínu handfangi. Hádegismaturinn kom úr kælitöskunni nýju um kaffileytið í skugga undir tréi á háskólalóðinni. Hér eru sóldýrkendur farnir að fletta sig klæðum og leggjast flatir. Ég held mig hins vegar að mestu í skugganum.

Voðalega gengur mér annars illa að lesa...

Engin ummæli: