föstudagur, maí 14, 2004

Frederik og Mary -boller i karry!

Það á að vera tólf stiga hiti úti, en ég held það sé bara plat. Allavega skítkalt, húfa og vettlingar nauðsyn. Í dag er brúðkaup krónprinsins danska og strákarnir hér í tölvuverinu í verkfræðiháskólanum fylgjast með beinni útsendingu á netinu. Hjónavígslan er ekki fyrr en eftir rúmlega fjóra klukkutíma. Planið hjá mér í dag er að læra, ná í hjólið í viðgerð og fara svo heim að taka til og horfa á sjónvarpið. Drengirnir frá Angora heilla mig frekar ein hið konunglega brúðkaup, allir þættirnir þeirra verða nefnilega sendir út í einum rykk frá fjögur til tíu. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á drengina er það hægt á netinu. Mæli ég sérstaklega með tónlistarmyndböndum þeirra, "Gummi-Nej Tak" og "Blind Date". Brúðkaupssöngurinn þeirra er líka stórskemmtilegur, en þaðan er titill þessarar færslu einmitt tekinn.

Gleðilegan föstudag, allir!

Engin ummæli: