fimmtudagur, maí 27, 2004

Skreppitúr

Skrapp áðan að hlusta á fyrirlestur hjá Illenberger, einum aðalkallinum á því sviði sem ég hélt fyrirlestur um í eðlisfræðikúrsinum fyrir jól (og líka í fyrirlestrarkúrsinum eftir jól). Eftir fyrirlesturinn náði ég í skýrsluna sem ég skilaði um sama efni. Fyrir utan nokkrar prentvillur hafði kennarinn lítið út á hana að setja og var bara ánægður. Ég var líka mjög ánægð með hann sem kennara, alveg einstaklega frábær náungi.

Engin ummæli: