Endaði óvænt á djamminu í gærkvöldi eftir að skýrsluskrifum lauk um tíuleytið. Hjólaði með skýrslugerðarfélaganum upp brekkuna til Skejby, þar sem Sandra Sif sat að sumbli með vinum og kunningjum. Ekki leiðinlegt það. Upp úr miðnætti var stefnan tekin á næsta kollegíbar, eftir það fórum við Eva Sonja og Örn í bæinn, á hinn voðalega Social Club.
Fullt af fólki í bænum, enda frídagur í dag. Inni á Social Club hittum við nokkrar stelpur sem við þekktum og dönsuðum með þeim. Spaugilegar aðstæður leiddu til þess að ég tók einkar nettan og snyrtilegan vommara í glas þar sem ég stóð við barborðið. Það var annars bara fáránlega mikið stuð að dansa þarna. Fórum í vondudansakeppni, úrslitin enn óljós...
Vaknaði í morgun, alveg sæmilega hress og gekk niður í bæ. Store Bededag í dag, hálfgerður sunnudagur. Náði í hjólið mitt heim til Söndru Sifjar, kíkti inn til hennar og við hlustuðum á eðal hommatónlist. Hjólaði niður brekkuna í skólann og sit hér nú og blogga. Ætli maður læri ekki bara eitthvað fyrst maður er kominn?
Langar á tónleika með Arab Strap í kvöld, veit ekki....