laugardagur, maí 22, 2004

Yoko Ono á skírdag

Yoko Ono var í bænum, að opna sýningu á Kvennasafninu. Af því tilefni var hún með uppákomu, svokallaðan spurningatíma. Pabbi og Guðrún buðu mér með sér og saman vorum við mætt að sjá kerlu klukkan ellefu að morgni skírdags.
Minnug þess þegar ég valt hlæjandi út úr sófanum sem ég lá í er ég heyrði lag með henni í útvarpinu fyrir mörgum árum beið ég í nokkuri eftirvæntingu. Og vissulega var kerlingin stórskemmtileg. Byrjaði á því að rannsaka hvernig best væri að sitja í stól, tók svo nokkrar hrokur með míkrafóninn, gerði leikfimiæfingar og hvaðeina. Spyrill kvöldsins birtist síðan, maður með grátt, úr sér vaxið pottlok á höfðinu. Leit út fyrir að vera þægilegur eins og gamalt sófasett. Hann reyndi að spurja Yoko Ono ýmissa spurninga, en hún sneri út úr fyrir honum, var upptekin við að mæla hann á alla kanta (já, hún var með málband) og koma með skemmtilegar athugasemdir. Ég táraðist beinlínis af hlátri. Spyrillinn tók þessu með miklu jafnaðargeði. Gestir úr sal fengu einnig að spurja og þá dvínaði athygli mín aðeins. Á meðan gat maður fylgst með konum sem vöfðu okkur gestina í blátt garn og tveim miðaldra mönnum sem sátu og mældu hvítt band ofan í krukkur. Afskaplega heimilislegt.

Engin ummæli: