fimmtudagur, maí 13, 2004

Ég var búin að gleyma Andorra

Undankeppni Júróvisjón í gær. Bauð Mörtu í mat og svo horfðum við á keppnina í ágætis stuði. Auðvitað gáfum við stig, Grikkland vann, Bosnía í öðru og Úkraína í þriðja. Áhugavert var hve margar kvennanna voru í bleikum skásniðnum kjólum sem allir voru síðastir sömu megin. Flest lögin voru auðvitað voðaleg eins og vanalega, en skemmtilega fjölbreytt í þessari undankeppni, þar sem meira að segja smáríki eins og Andorra fékk að spreyta sig. Ekki mundum við glöggt hvar það land var og því var landabréfabókin dregin fram. Komumst við að því að Andorra er tæplega fimm hundruð ferkílómetra land á miðjum landamærum Spánar og Frakklands. Til frekari fróðleiks búa þar um sjötíu þúsund manns. Ég hefði ekkert á móti því að fara þangað.

Undir miðja keppni voru gömlu skærbleiku grifflurnar dregnar fram.

Engin ummæli: