Sá þennan hlekk á upptöku af tónleikum Pixies á Coachella hjá Stjána. Nú sit ég hér kát með Pixies í eyrunum.
Komst að því í gær að ég hef eitthvað tengt hljóðkortið mitt heima vitlaust. Næ bara hljóði frá geisladiskum, ekki frá dóti sem ég er búin að hlaða niður. Nóttina sem ég var að tengja allt draslið var þetta einmitt að vefjast fyrir mér. Þessi annars frábæra tölva sem ég fékk fyrir að kenna Önnu Jónu, vinkonu systur minnar, stærðfræði er mér hálfgerð ráðgáta. Hvernig fer maður að því að fá áreiðanlegan lista yfir allar græjurnar sem tölvan er með? Hei, tölva, ertu með módem?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli