Föstudagsmorgun keyrðum við til Grenen, sem er mjó sandtá sem aðskilur Vesterhav og Kattegat. Þar var fullt af ferðamönnum, en þó ekki svo mikið að öngþveiti skapaðist. Ströndin var falleg og gaman að sjá hafstrauminn við oddann. Hressilegur vindurinn þyrlaði upp öldunum, en þó ekki svo mikið að færi að skafa af þeim. Í fjöruborðinu var mikið af marglyttum, sumum í fallegum fjólubláum lit og silfurlit síli á stangli.
Hægri fótur blotnaði í Vesterhafi og sá vinstri í Kattegat þar sem ég stóð og stillti mér upp til myndatöku á oddanum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli