Í tíma ádan stalst bekkjarfélagi minn til ad kíkja á bókina mína, eldsnöggt eins og hann væri smeykur. Ég sagdi ad bókin biti nú ekki og hann svaradi: "Nei, en kannski gerir thú thad". Mælti ég thá ad hann yrdi audvitad ad passa sig, ég væri med alveg einstaklega beittar tennur. Er svo mikil gribba, ha, ha, ha!
Robinson í gær var alveg einstaklega ágætur. Bædi thátturinn spennandi og betri en undan farid og maturinn sem Dea eldadi mjög gódur. Aldrei hefdi mér dottid í hug ad gulrætur og grænar baunir í jafningi gætu bragdast svona vel. Thad var medlæti med karbonadi og ofsteiktum kartöflubátum. Ekkert allt of hrifin af karbonadinu, sem heita víst krebinettur á Sjálandi. Var ad segja Marie frá lagi sem ég hafdi heyrt med Peter Sommer og fannst mjög skemmtilegt (Tigger) og thá dró hún fram splunkunýjan geisladisk med honum sem vid skelltum í geislaspilarann á medan vid bordudum. Eftir Robinson sátum vid Marie ad kjafta og hún spiladi Thomas Dybdahl fyrir mig. Ósköp thægileg, en lítid eftirtektarverd tónlist. Fyndnast fannst mér thegar Marie var ad segja mér frá thví thegar hún var ad spjalla vid hann einhvern tímann eftir tónleika og hrósadi honum med ad hún fíladi nú vanalega ekki norska tónlist en finndist hann syngja alveg jafn vel og Morten Harket! Thessu flissadi listamadurinn víst yfir og bad um koss á kinn. Morten Harket er audvitad frábær söngvari og Marie er skemmtileg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli