þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Sveimstigullinn

Var uppi á spítala hálfan daginn í dag. Fyrst í fyrirlestri hjá lungnakallinum og svo gerdum vid æfingu á 7 T skannanum. Hópurinn sem gerdi æfingu í gær var alveg til klukkan ellefu um kvöldid, their byrjudu heldur ekki fyrr en klukkan 18. Thess vegna tók ég med mér extra extra nesti í dag. Sem betur fer tókst okkur ad klára á tveimur og hálfum tíma svo ekki thurfti ég ad taka upp nestismalinn. Vid áttum ad setja inn nýja púlsaröd til ad mæla sveim í vatni í tilraunaglasi. Sveimstigullinn var settur inn sem C kódi í forrit og svo var keyrt med smá leidréttingum. Fengum samt skrítnar nidurstödur svo núna thurfum vid ad reikna hvort thetta var rétt b gildi sem forritid notadi til ad reikna tímann á stigulspúlsinum, eda hvort vid vorum í raun med annan vökva en vatn. Aúúm.

Á morgun eru engir tímar og thá er nú aldeilis tilvalid ad heimsækja skrifbordid mitt á nýju skrifstofunni og vinna í lokaverkefninu. Nú er thessi önn alveg ad vera búin, stutt í fyrsta prófid (6. des) og langt í thad sídasta (20. jan).

Engin ummæli: