mánudagur, nóvember 01, 2004

Voðalega gaman

Mánudagar eru hreint ágætir. Á ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan eitt og er búin um fjögur. Klukkan sjö er svo mæting í Robinson-klúbbinn. Í síðustu viku eldaði ég Rogan Josh handa stelpunum. Það er lambakjöt í sósu úr alls konar kryddum sem ég loksins sé að ég á núna þegar það er nóg pláss fyrir þær í eldhússkápunum. Fékk líka góða gesti í mat á miðvikudaginn, Dísu og Stefán Frey. Mér finnst voðalega gaman að elda mat í nýja eldhúsinu.

Engin ummæli: