fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Hressari í dag

Voðalega mikið að gera. Lyklaborðið á makkanum mínum böggar mig með því að íslenskir stafir og fleiri tákn virka ekki í terminalnum. Kann einhver að laga það?
Var svo sniðug síðast þegar ég var að stelast til TeXa á Raunvís í vor að ég breytti lykilorðinu sem ég hef haft árum saman. Nú man ég ekkert í hvað ég breytti því! Náði í TeX til að setja upp á fartölvunni minni en hef ekkert mátt vera að því að setja það inn.

Þrátt fyrir allar jákvæðar hugsanir síðustu daga var ég allt annað en kát í gær.
Hugsanlega búin að vera of mikið ein upp á síðkastið. Er hressari í dag. Fer til Íslands 15. des og kem aftur 5. janúar.

Hér í verkfræðiháskólanum er starfskynning í dag. Ekki fjölmennt af fyrirtækjum, þó eru Danfoss, Grundfoss, B&O og Terma á svæðinu. Terma er mikið í vopnaiðnaðinum og býr líka til gervitungl. Eru aðal á bak við Ørsted gervitunglið margfræga.

Sjitt, hvað afmælisbarn gærdagsins, hún Stína Stratocaster, tekur sig vel út með nýja gítarinn!

Engin ummæli: