Hélt upp á komu jólabjórsins á kollegíinu hennar Söndru Sifjar á föstudaginn. Þar var DJ og mjög huggulegt. DJ-inn var Íslendingur sem hefur búið hér í rúmlega áratug. Hann fór að tala við mig þar sem ég stóð við barinn og reyndi að fá mig til að vera lengur með því að bjóða mér fría drykki, en ég er ekkert fyrir svoleiðis. Nema það sé stórfyrirtæki sem hefur engan beinan persónulegan áhuga á mér sem býður fríu drykkina. Þarna var líka góð kaka sem ég sat hættulega nálægt. Skemmti mér stórvel, þótt kunnugir segðu þetta vera óvenjurólegt jólabjórkvöld og ekki dansað uppi á borðum eins og í fyrra. Dansaði samt smávegis og lét eins og vitleysingur við Team Easy On lagid. Átti nokkrum vinsældum að fagna hjá karlpeningnum. Tek því nú rólega í þeim málum.
Laugardagurinn fór svo í að leita að afmælisgjöf handa litlu frænku sem verður fimm ára á þriðjudaginn og að vera heima að chilla, taka til og horfa á James Bond í sjónvarpinu. Pabbi hringdi frá Azoreyjum, en þar hefur hann verið í viku við ráðgjafastörf í orkubransanum. Hann kemur aftur heim í kvöld.
Horfði líka á aHA, sem er spurningaþáttur á DR1. Bæði Eva María Jónsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir komu með auglýsingainnslög um Ísland í þættinum. Oj, ef ég heyri frasann "islandsk cocktail" einu sinni enn æli ég!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli