Thétt tímasókn í dag uppi á spítala. Frá ellefu til fjögur. Sýkingar í hjartavef og lungnasjúkdómar voru efni dagsin. Medal annars er viska dagsins ad ekki dugar ad gefa bara sýklalyf vid kýlum, heldur verdur ad stinga á thau og hreinsa út thví ad kýli eru lokud fyrirbæri og sýklalyfin komast ekki inn.
Í útvarpinu fyrir nokkru sídan var áhugavert vidtal vid konu nokkra, Sari Norkola. Hún kalladi sig "love coach" og sagdist hafa fundid góda adferd til thess ad madur gæti nád sér í kærasta ef madur vildi og endurteknar tilraunir hefdu ekki gengid. Til dæmis ad greina hvada atferli hefdi eydilagt fyrri sambönd og hvad madur vildi fá út úr væntanlegu sambandi. Hún var líka búin ad komast ad thví ad menn sæju hvernig komid hefdi verid fram vid konur í fyrri samböndum og thad litadi núverandi samskipti. Hmm, ég skal ekki segja neitt um thad. Allavega, lausnin byggdist medal annars á thví ad hugleida á hverjum degi og thá átti árangurinn ad sýna sig innan fárra mánada. Spurning hvort madur prófi thetta ekki bara. Ég er allavega í studi fyrir ást, ha, ha.
Hér má heyra vidtalid og hér er heimasída ástarthjálfarans, líka á finnsku fyrir thá sem hafa áhuga.
Stingid á kýlin, elskid hvort annad.
Góda helgi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli