mánudagur, nóvember 08, 2004

Jákvæðar hugsanir

Heyrði viðtal við mann á P1 um daginn. Hann vildi meina að bara það að hugsa jákvætt í garð fólks breytti öllu um framkomu þess gagnvart manni. Til dæmis ákvað hann að kynnast svarta fólkinu í Bandaríkjunum og varð eftir það aldrei rændur eða fyrir árás, eins og hafði oft komið fyrir hann áður. Hér í Danmörku varð hann fyrir þeirri reynslu að þegar hann var að halda fyrirlestra í grunnskólum fannst honum innflytjendabörnin vera svo óþekk og ekki geta setið kyrr og þagað á meðan hann talaði. Mikið fannst honum þetta óþekk og illa upp alin börn. Fann fyrir miklum fordómum. Hann ákvað þá að hella sér út í alls konar félagsstörf með innflytjendum. Eignaðist marga vini og viti menn, næst þegar hann kom í grunnskólana sátu innflytjendabörnin stillt og hlustuðu af athygli. Nokkrar stúlkur með slæður komu eftir fyrirlesturinn og vildu meira að segja fá eiginhandaráritun. Nú hef ég hafið tilraunir með þessar jákvæðu hugsanir. Hef yfirleitt verið frekar neikvæð. Er eftir tilraunirnar ekki frá því að jákvæðar hugsanir beri þónokkurn árangur. Í dag ákvað ég til dæmis að hugsa mjög jákvætt um stelpu sem er með mér í bekk. Mér hefur fundist hún soldil tussa stundum. Ádan spurdi hún mig svo hvort ég vildi vera lesfélagi sinn fyrir eitt prófið í janúar. Auðvitað tók ég vel í það, eins jákvæð og ég er orðin!

Hver var svo maðurinn? Hann heitir Jakob Holdt og hér má lesa um hann og heyra viðtalið í fullri lengd.

Engin ummæli: