Tók stutta, en árangursríka lestörn við skrifborðið í gær og náði aðeins að spjalla við annan leiðbeinandann. Hann var eitthvað lítið kátur yfir framhaldskúrsi í rafsegulfræði sem hann situr sveittur við að reikna heimadæmi í þessa dagana. Ég hef séð kennarann nokkrum sinnum og hefur fundist hann líta út fyrir að vera mjög skemmtilegur, líka þegar hann segir eitthvað á kaffifundum. Hann er víst ekki svo ljúfur í alvörunni og neitar að taka við heimadæmum þar sem menn fletta upp lausnum á heildum.
Próflestur á döfinni og ég byrja líka í praktík hálfan daginn inni á spítala í næstu viku.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli