fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Horfi ég á morgunsjónvarp?

Þegar ég var á leiðinni í tíma í morgun nálguðust mig tveir eldri herramenn á götu heilagar Önnu hér rétt hjá verkfræðiháskólanum. Voru þeir blaðamenn frá Stiftstidende og vildu vita hvort ég horfði á morgunsjónvarp. Ég svaraði að ég gerði það vanalega ekki, svæfi yfirleitt yfir mig og væri alltaf á síðasta snúning á meðan ljósmyndarinn smellti af í gríð og erg. Nú er bara að sjá hvort þetta kemur í blaðinu á morgun.

Tíminn sem ég var á leið í, sein eins og oftast, var um CFD (Computational Fluid Dynamics). Nokkuð áhugavert.

Engin ummæli: