Dreymdi í fyrrinótt ad ég væri á tónleikum. Mikid rokk. Gráhærd, gömul kona í silfurkjól kom á svidid og hóf upp raust sína af mikilli innlifun. Thetta var P.J. Harvey, eldgömul og enn í studi, rosaflott. Eflaust á thessi draumur upptök sín í tónleikaför Völu og silfurlita búningnum sem P.J. var í á Hróarskeldu 1995. Hver veit nema ég nái ad sjá hina thokkafullu Polly Jean aftur?
Frá thví ad ég kom hingad til Árósa hef ég rennt hýru auga til veitingastadarins Akropolis Trækuls Restaurant. Hann er á Frederiks Allé og ég fór oft thar fram hjá á leidinni heim á Harald Jensens Plads . Snyrtilegur og látlaus grillstadur, grískur. Sídasta föstudag var ég svo lánsöm ad borda thar í félagsskap Söndru Sifjar og Bjarka. Ekki vard ég fyrir vonbrigdum. Hálfir kjúklingar, girnilegar steikur, grænmeti og fiskur eru grillud fyrir aftan afgreidslubordid. Fékk mér grilladan kjúkling med kartöflum og salati. Thvílikt gott, mmmm!
Skrapp í heimsókn til Deu í gærkvöldi. Thau Jytte, medleigjandi hennar og Morten, vinur, voru búin ad leiga Ondskan og Starsky and Hutch. Ondskan var mjög gód og ekki eins vidbjódsleg og ég hafdi búist vid. Fór heim um midnætti thar sem ég ætladi ad vera svo dugleg ad læra í dag. Starsky og Hutch verd ég ad sjá seinna. Thetta var annars mjög gaman. Skemmtilegt ad strída Deu, thad er svo audvelt.
Var svo heppin ad koma beint í afmæliskaffi/hádegismat hér á bókasafninu. Afmælisbarn dagsins er hún Gudný sem verdur 23 ára í dag.
Sjiiitt, best ad fara ad læra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli