Líktist einna helst Þórólfi, afa mínum, á myndinni sem kom í blaðinu á föstudaginn. Sýndi bekkjarfélögum þetta og fékk hrós fyrir gott svar. Þeir eru nú oft svo kurteisir þessir Danir. Einhverjir höfðu á orði að þeir hefðu stundum velt fyrir sér hvort ég kæmi alltaf svona seint því ég þyrfti að ná að horfa á morgunsjónvarpið!
Helgin var annars frekar róleg og einstaklega góð afslöppun. Mér var líka svo kalt að ég eyddi mestum tíma undir teppi með rjúkandi tebolla í við höndina. Var orðið hlýtt á sunnudeginum og mætti í fyrsta gítarkennslutímann hjá Trine. Ég fékk allt dótið sem á að fara á heimasíðuna sem ég ætla að föndra fyrir hana og hún skrifaði niður fullt af gripum og ég prófaði að skipta á milli Emoll og Amoll og spila einn takt (1-2-1?), niður, niður, upp.
Alveg steikt í hausnum og svöng. Ætla að steikja sítrónu-, chili- og hvítlauksmarineraðar kjúklingabringur handa Robinson konunum á eftir. Kaupa nýja gítarstrengi og kannski tjúner.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli